Fréttir

Fundur hjá NORON

Dagana 7. og 8. júní funduðu norrænir landsbókaverðir á Íslandi. Fjallað var um samvinnu landsbókasafna við almenningsbókasöfn, samstarf evrópskra landsbókavarða innan CENL (Conference of European National Librarians), The European Library TEL og Europeana. Einnig var fjallað um samvinnu við OCLC, WoldCat og millisafnalán og birtingu Google á efni í stafrænni endurgerð. Talsverð umræða varð um innri málefni landsbókasafna, s.s. mat á starfsemi þeirra, stefnumiðað árangursmat, öflun sértekja og styrkja, stafræna endurgerð og heildarsamninga vegna höfundaréttarmála. Þá kom á fundinn Mikkel Christoffersen starfsmaður Nordbib verkefnisins um Open Access. Hann hitti einnig áhugafólk um opinn aðgang hér á landi.

Á myndinni eru (fv): Jens Thorhauge frá Bibliotek og Medier í Danmörku, Kai Ekholm frá Finnlandi, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir frá Íslandi, Vigdis Moe Skarstein frá Noregi,Erland Kolding Nielsen frá Danmörku og Gunnar Sahlin frá Svíþjóð

➜ Fréttasafn