Fréttir

Erindi um stafræna varðveislu

Jeremy York frá HathiTrust Digital Library hélt erindi í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu fimmtudaginn 5. ágúst kl. 12:15-13 sem hann nefndi „Digital Preservation, HathiTrust, and the Re-imagination of the Library Landscape“.

HathiTrust er samvinnuverkefni margra bandarískra háskóla og háskólabókasafna um varðveislu og miðlun stafræns efnis. Verkefnið hófst 2008 og nú þegar eru tæplega 6.5 milljónir gagna komin í safnið. Meðal þátttökuskóla eru Columbia University, University of California, University of Chicago, University of Michigan, Yale University og Northwestern University. Auk þess hefur New York Public Library gengið til liðs við samtökin. Samtökin eru að færa út kvíarnar og óska nú eftir samvinnu við háskóla utan Bandaríkjanna.

Sjá nánar á http://www.hathitrust.org/

➜ Fréttasafn