Fréttir

Verðlaun fyrir notkun Europeana í skólastarfi

Evrópska menningargáttin Europeana og Evrópska skólanetið bjóða kennurum að senda inn námsefni byggt á því efni sem er að finna á Evrópsku menningargáttinni europeana.org í gegnum eLearning Awards. Verðlaunaverkefni verða birt á hugsmiðju Europeana og verða hugsanlega þróuð áfram í samstarfi við skólanetið.

eLearning Awards eru árleg viðurkenning Evrópska skólanetsins fyrir þróun á rafrænu námsefni. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 2001 og hafa nokkur íslensk verkefni hlotið verðlaun.

Evrópska menningargáttin Europeana er vefgátt sem veiti r aðgang að yfir 10 milljón stafrænum endurgerðum evrópsks menningararfs. Þar á meðal eru bækur, myndir, kvikmyndir og hljóðskrár frá söfnum um alla Evrópu.

Frekari upplýsingar um verðlaunin er að finna í þessu skjali.

➜ Fréttasafn