Fréttir

Safnkynningar

Næstu daga bjóðum við erlendum stúdentum upp á stuttar skoðunarferðir á ensku um safnið. Safnast verður saman í anddyri á 2. hæð safnsins.

miðvikudaginn 1. sept. kl. 11:30
fimmtudaginn   2. sept. kl. 15:15
föstudaginn      3. sept  kl. 15:15
mánudaginn     6. sept. kl. 15:15

Við minnum einnig á að sem fyrr bjóðum við upp á safnkynningar af ýmsum toga: frumkynningar, framhaldskynningar og kennslu á einstök gagnasöfn

Hægt er að bóka kynningarnar á sérstöku eyðublaði  á vef safnsins 

Við mælum með því að nokkrar vikur líði á milli frum- og framhaldskynninga og að kynningarnar séu tengdar verkefnavinnu.  Einnig  er gagnlegt að nemendur taki með sér fartölvu.

Upplýsingalæsi byggir m.a. á því að geta nálgast og nýtt  heimildir  og  er grunnur að sjálfstæði í námi, starfi og símenntun.

Hafið samband og  við skipuleggjum kynningar sem henta nemendum ykkar.  Upplýsingadeild sími 525-5785, upplys@bok.hi.is 

➜ Fréttasafn