Fréttir

Art Nouveau og póstkort í fréttabréfi Europeana

Í nýútkomnu fréttabréfi evrópsku menningargáttarinnar Europeana er meðal annars fjallað um væntanlega opnun vefsýningar um listastefnuna Art Nouveau sem átti sitt blómaskeið um aldamótin 1900. Opnunin fer fram með pompi og prakt 30. september næstkomandi. Einnig er fjallað um evrópskan menningararf í póstkortum en hægt er að skoða þúsundir póstkorta frá mörgum löndum í gáttinni.

➜ Fréttasafn