Fréttir

Bókasafnsrölt á Íslandi

Á bloggsíðu Olafs Eigenbordt má lesa um heimsóknir hans á bókasöfn á Íslandi núna í ár, en höfundur ætlar sér að gefa út bók um starfsemi bókasafnanna í tilefni þess að Íslands verður heiðursgestur á bókasýningunni í Frankfurt á næsta ári (sjá verkefnið Sögueyjan Ísland).

Olaf er íslenskum bókavörðum að góðu kunnur en hann hélt fyrirlestur um bókasafnsbyggingar á síðasta landsfundi bókavarða og kynnti ofangreint bókasafnsverkefni á landsfundinum í ár. Þess má geta að hann kynnti verkefnið einnig á sýningarbás Goethe Institut á IFLA-ráðstefnunni í Gautaborg í ágúst.

➜ Fréttasafn