Fréttir

Nýtt viðmót í gagnasöfnum OECD og IEEExplore

Gagnasafn OECD sem veitir aðgang að öllum útgáfuritum OECD,  tölfræði o.fl. hefur fengið nýtt og einfaldara viðmót og heitir nú OECD iLibrary. Eldra viðmótið verður einnig aðgengilegt fyrst um sinn.

 IEEXplore, digital library, helsta gagnasafnið á sviði rafmagnsverkfræði og skyldra greina og hýsir öll útgáfurit IEEE  (Institute of Electrical and Electronics Engineers) og IEE frá upphafi hefur einnig fengið einfaldara viðmót

Leit í báðum þessum gagnasöfnum er öllum opin en heildartextar eru aðeins aðgengilegir á háskólanetinu.  Aðgangur er undir Rafræn gögn á vef safnsins.

 

➜ Fréttasafn