Fréttir

Málþing um varðveislu landfræðilegra gagna

Málþing um varðveislu landfræðilegra gagna var haldið í safninu 23. sept. s.l. Að þinginu stóðu Landsbókasafn og Þjóðskjalasafn í samvinnu við LÍSU, samtaka um landupplýsingar. Undan­farið hefur starfað samráðshópur á vegum þessara aðila og undirbjó hann þingið. Fulltrúi safnsins er Jökull Sævarsson en hann sagði frá kortasafninu og kortavefnum á málþinginu. Annar starfsmaður safnsins, Rannver Hannesson, fjallaði um varðveislu en landsbókavörður flutti ávarp í upphafi þingsins.  Þingið sóttu um 70 manns. Sjá glærur frá erindum á vef LÍSU.

➜ Fréttasafn