Fréttir

Ráðstefnurit Þjóðarspegilsins í Skemmunni

Ráðstefnurit Þjóðarspegilsins 2010 gefið út rafrænt í Skemmunni.

Föstudaginn 29. október klukkan 09:00 - 17:00 var Þjóðarspegillinn 2010, ellefta ráðstefna Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, haldinn í Gimli, Háskólatorgi, Lögbergi og Odda. Sama dag var opnaður aðgangur að ráðstefnuriti Þjóðarspegilsins, Rannsóknir í félagsvísindum XI, í Skemmunni, rafrænu gagnasafni sex íslenskra háskóla. Allar greinar sem þar birtast eru í opnum aðgangi. Þetta er fyrsta ráðstefnuritið sem Háskóli Íslands setur í Skemmuna og verður það eflaust kennurum hvatning til að setja önnur verk sín í Skemmuna í opnum aðgangi.

➜ Fréttasafn