Fréttir

Hugmyndin handrit.is hlýtur fyrstu verðlaun

Hugmyndin www.handrit.is - rannsóknargrunnur og samskrá um íslensk og norræn handrit hefur hlotið 1. verðlaun í Hagnýtingarsamkeppni Háskóla Íslands 2010. Verðlaunin verða afhent á Háskólatorgi föstudaginn 19. nóvember og hefst athöfnin kl 16.

Vefurinn www.handrit.is er samskrá yfir íslensk og norræn handrit sem eru varðveitt í handritadeild Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Árnasafni í Kaupmannahöfn (Den Arnamagnæanske Samling).

Vefurinn veitir aðgang að sögulegum handritum sem ná hundruð ára aftur í tímann. Hann var opnaður í apríl 2010 og er enn í smíðum. Unnið verður við skráningu og stafræna myndatöku handrita næstu árin og upplýsingum og myndum aukið inn jafnskjótt og þeirri vinnu miðar áfram.

➜ Fréttasafn