Fréttir

Bókagjöf um alþjóðamál

Sendiráð Bandaríkjanna hefurnýlega fært Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands veglega bókagjöf um alþjóðamál. Þetta er í þriðja sinn sem sendiráðið færir stofnuninni slíka gjöf og er umfjöllunarefnið að þessu sinni bandarísku kosningarnar frá fræðilegu sjónarmiði.

Áður hefur sendiráð Bandaríkjanna gefið Alþjóðamálastofnun tæplega tvö hundruð bækur um alþjóðamál, öryggis- og varnarmál. Síðan hefur verið bætt við nýútkomnum fræðibókum á þessu sviði á hverju hausti. Fræðimenn við Háskóla Íslands velja bækurnar til að þær nýtist sem best við kennslu og rannsóknir við háskólann.

Líta má á bókagjöfina sem lið í því að efla Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands sem miðstöð innlendra rannsókna á sviði alþjóðamála, öryggis- og varnarmála. Góður bókakostur sé undirstaða þess að hægt sé að stunda markvissa rannsókna- og heimildavinnu á þessu sviði. Bókagjöfin styrkir einnig meistaranám í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands og þau fjölmörgu námskeið sem boðið sé upp á við háskólann um alþjóðamál, bæði í grunn- og framhaldsnámi.

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn hýsir bókakostinn og er aðgangur að honum öllum leyfður. Nýjasti hluti bókagjafarinnar er ekki tilbúinn til útláns.

 

➜ Fréttasafn