Fréttir

Oxford Dictionary of the Middle Ages

Kominn er rafrænn aðgangur að Oxford Dictionary of the Middle Ages en  fjögurra binda prentuð útgáfa þessa verks  er á handbókarými safnsins. Þar er fjallað um allar hliðar sögu og menningar Evrópu frá 500-1500. Aðgangur er takmarkaður við háskólanetið.

Jafnframt viljum við minna á rafrænan aðgang að Lexikon des Mittelalters og ritaskránni International Medieval Bibliography Online .  Krækjukerfið TDnet hefur verið sett upp í ritaskránni og auðveldar hún notendum að finna heildartexta tímaritsgreina þegar aðgangur er að þeim eða tengja við Gegni til þess að sjá hvort  tiltekin bók sem vísað er i er til í safninu.  Einnig eru tenglar á milli þessara tveggja gagnasafna þ.e. milli orðskýringa og tilvísana í greinar.

Aðgangur er undir Rafræn gögn á vef safnsins en auk þess  eru þau skráð í GEGNI með tenglum við rafrænu útgáfuna.

➜ Fréttasafn