Fréttir

Áslaug Agnarsdóttir hlýtur viðurkenningu FSFÍ

Á ráðstefnu Félags um stafrænt frelsi á Íslandi í gær var Áslaugu Agnarsdóttur, sviðsstjóra þjónustusviðs Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, veitt viðurkenning fyrir störf í þágu frjáls aðgangs að stafrænu efni á Íslandi.

Áslaug hefur um langt skeið stuðlað að því að vinna hugmyndinni um opinn aðgang að vísindaþekkingu brautargengi á ýmsum vettvangi. Hugmyndafræðin á bak við opinn aðgang felst í því að tryggja aðgang án hindrana að vísindalegu efni, niðurstöðum rannsókna og vísindagreinum, á Internetinu. Meðal annars hefur Áslaug komið upp vef með upplýsingum um opinn aðgang á Íslandi, openaccess.is.

➜ Fréttasafn