Sýningar

Jólin í samfélaginu

Jólin í samfélaginu – samfélagið í jólunum er að þessu sinni yfirskrift jólasýningarinnar í Þjóðarbókhlöðu. Á sýningunni má sjá hve jólaboðskapurinn fær mismunandi vægi  á forsíðum dagblaða á aðfangadag á mismunandi tímum. Barnablaðið Æskan á sinn stað á sýningunni, allt frá því er það var gefið út í litlu svart/hvítu broti á 2. áratug síðustu aldar til fagurlega skreyttra og litríkra forsíðna á 5. og 6. áratugnum. Einnig eru á sýningunni jólabarnabækur frá ýmsum tímum.

➜ Eldri sýningar