Fréttir

Bókfræði- og pressujólatré

Glæsilegt jólatré stendur nú í nágrenni við upplýsingaborðið á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðu enda sköpunarverk starfsfólks upplýsingadeildar.

Tréð er svokallað bókfræði-jólatré, skreytt spakmælum og fræðslu um safnið og er gestum frjálst að næla sér í spakmæli, nú eða mandarínu ef þeir eru svangir.

Í bókbandsstofu safnsins er annað glæsilegt jólatré, frumsamið af frumlegum starfsmönnum í forvörslu og bókbandi.

➜ Fréttasafn