Fréttir

ACM portal og krækjukerfi TDnet

Kækjukerfi TDnet hefur verið sett upp í gagnasafninu ACM portal (Association for Computing Machinery – Digital Library) sem opið er notendum á háskólanetinu. Tengill við ACM er undir Rafræn gögn á vef safnsins

ACM portal er gagnasafn með heildartextum rita sem ACM (Association for Computing Machinery) gefur út. Þar eru  einnig tilvísanir í greinar sem birst hafa í öðrum helstu tímaritum á sviði tölvunarfræði. Krækjukerfið leitar að og tengir við heildartexta þeirra greina sem safnið hefur aðgang að en eru ekki í  ACM gagnasafninu.

Í niðurstöðulistum eru pdf tenglar við heildartexta greina frá ACM. Ef þeir eru eru ekki fyrir hendi skal smellt á titil greinarinnar og síðan á TDnet táknið  sem birtist í hægri dálki á næstu skjámynd.

Sjá meðfylgjandi færslu og smellið á Tdnet táknið í hægri dálki til að finna heildartexta greinarinnar.

http://portal.acm.org/citation.cfm?id=1464531.1465377&coll=DL&dl=GUIDE&CFID=5057633&CFTOKEN=74887118

 

➜ Fréttasafn