Fréttir

Gögn Gunnars Thoroddsens afhent

Þann 29. desember afhentu börn Gunnars Thoroddsens bréfasafn hans, dagbækur og önnur gögn til varðveislu í handritadeild. Mikill fengur er að þessu safni, enda kom Gunnar víða við á langri starfsævi, ýmist sem prófessor, borgarstjóri eða forsætisráðherra, og var í hringiðu stjórnmálanna á síðari hluta tuttugustu aldar. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur studdist við þessi gögn við ritun á ævisögu Gunnars sem kom út nú fyrir jól. Aðgengi að safninu verður takmarkað um sinn.

Frá afhendingunni

 

 

  

➜ Fréttasafn