Kjörgripur mánaðarins

Kjörgripur

Kringlublaðið

Kringlublaðið er stakt skinnblað ritað um árið 1260. Blaðið er það eina sem hefur varðveist af handriti sem var nefnt Kringla og brann í Kaupmannahöfn árið 1728. Handritið hafði að geyma konungsögur sem eru þekktar undir heitinu Heimskringla. Höfundur þeirra var skáldið og stjórnmálamaðurinn Snorri Sturluson (1178-1241). Blaðið fannst í Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi og hefur líklega verið þar frá síðari hluta 17. aldar. Karl Gústaf XVI Svíakonungur afhenti íslensku þjóðina það til eignar í opinberri heimsókn árið 1975 og skyldi það varðveitt í Landsbókasafni. Textinn á blaðinu er úr Ólafs sögu helga.

Stefán Karlsson, handritafræðingur og fyrrverandi forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, gerði ítarlega grein fyrir sögu Kringlublaðsins í grein sem birtist í 2. árgangi Árbókar Landsbókasafns árið 1977. Greinin ber yfirskriftina: „Kringum Kringlu“ og má lesa hér.

Smellið á myndina til að skoða Kringlublaðið á vefnum Handrit.is:

➜ Eldri kjörgripir