Fréttir

Málstofa um réttinn til upplýsinga

Málstofan um gagnsæi, góða stjórnsýsluhætti og baráttu gegn spillingu var haldin á vegum IFLA/FAIFE í fyrirlestrasalnum þann 8. febr. sl. FAIFE (Free Access to Information and Freedom of Expression) er nefnd á vegum Alþjóðasamtaka bókasafna (IFLA) sem vinnur að bættum aðgangi að upplýsingum og tjáningarfrelsi. Á málstofunni var fjallað um mikilvægi þess að standa vörð um frelsi allra þjóðfélags­þegna til upplýsinga og þann vanda sem getur orðið ef það er skert.  IFLA hefur lýst því yfir að þungamiðja ábyrgðar í starfi bókasafna og upplýsingamiðstöðva sé að styðja við og efla grundvallar­atriði vitsmunalegs frelsis og veita óhindraðan aðgang að upplýsingum. Rætt var um hlutverk bókasafna á þessu sviði og hvernig þau geta sinnt því. Umsjónarmaður og aðalfyrirlesari var dr. Paul Sturges, prófessor emeritus við Loughborough University í Bretlandi. Málstofan er framlag námsbrautar í bókasafns- og upplýsingafræði til 100 ára afmælishátíðar Háskóla Íslands og jafnframt fyrsti liður á 55 ára afmælisdagskrá greinarinnar. Samstarf- og styrktaraðili er Upplýsing – Félag bókasafns- og upplýsingafræða.

Upptaka frá málstofunni.

➜ Fréttasafn