Fréttir

Tímarit lögfræðinga myndað

Þann 16. febrúar var skrifað undir samstarfssamning milli Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Lögfræðingafélags Íslands um myndun á Tímariti lögfræðinga og birtingu þess á www.timarit.is. Ritið verður myndað frá upphafi, 1951, og til ársins 2004. Ritið verður aðgengilegt á netinu frá og með 1. apríl.

Frá undirritun samningsins.

Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, landsbókavörður, og Kristín Edwald, formaður Lögfræðingafélags Íslands.

➜ Fréttasafn