Kjörgripur mánaðarins

Kjörgripur

Guðmundur Finnbogason: Lýðmenntun

Um aldamótin 1900 var Guðmundur Finnbogason, fv. landsbókavörður, sálfræðingur og heimspekingur (1873-1944), ráðgjafi stjórnvalda í menntamálum. Hann ferðaðist um Norðurlönd á árunum 1901-1902 og kynnti sér mennta- og skólamál. Eftir ferðina gaf hann út bókina Lýðmenntun þar sem hann ræddi um mikilvægi almennrar skólaskyldu og menntunar. Hugmyndir Guðmundar í uppeldisfræði þóttu nýstárlegar á þessum tíma. Hann sagði að hver einstaklingur væri með meðfædda hæfileika til að læra og með menntun myndi hann dafna og vaxa. Guðmundur var þeirrar skoðunar að menntun myndi efla samfélagið og gera það betra fyrir komandi kynslóðir. Fræðslulögin 1907, þar sem skólaskylda var gerð almenn, voru grundvölluð á riti Guðmundar, Lýðmenntun.

Smellið á myndina til að skoða ritið á bækur.is:

➜ Eldri kjörgripir