Fréttir

Gullverðlaun í Lífshlaupinu

Starfsmenn safnsins unnu í fjórða sinn til gullverðlauna í sínum flokki (stofnanir með 70-149 starfsmenn) í Lífshlaupinu, landskeppni í hreyfingu, sem haldin er á vegum Íþróttasambands Íslands.  Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn 25. febrúar sl.

Starfsmenn voru hvattir til að fara í hálftíma göngu í hádeginu, taka þátt í miðvikudagsjóga og stunda aðra hreyfingu sem hentaði að vinnudegi loknum.  Þátttaka var almenn og árangurinn eftir því. 

Verðlaunagripirnir.

➜ Fréttasafn