Fréttir

Women and Social Movements International

Prufuaðgangur að gagnagrunninum Women and Social Movements, International 1840- var opnaður í gær, 8. mars. Aðgangurinn er opinn tölvum á háskólanetinu og stendur til 8. apríl.  

Um er að ræða frumgögn og aðrar heimildir um baráttu kvenna fyrir jafnrétti kynjanna, allt frá árinu 1840. Þetta eru m.a. skrif um frið, fátækt, barnaþrælkun, læsi og forvarnir gegn sjúkdómum. 

Tengill við gagnasafnið verður á lista yfir rafræn gögn á vef safnsins meðan á prufuaðgangi stendur.

Notið tækifærið og kynnið ykkur þetta einstaka gagnasafn. 

➜ Fréttasafn