Fréttir

Varðveisla menningararfsins á stafrænu formi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir lagði fram fyrirspurn á Alþingi um varðveislu menningararfsins á stafrænu formi. Svar menntamálaráðherra, Katrínar Jakobsdóttur er á vef Alþingis http://www.althingi.is/altext/139/s/1023.html

Þar kemur fram að mjög misjafnlega er staðið að slíku í menningarstofnunum en mörg áhugaverð verkefni eru í gangi. Fyrir utan verkefni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns s.s. islandskort.is, timarit.is og baekur.is má nefna ljósmyndir í Þjóðminjasafni http://www.ljosmyndasafnislands.is/  - manntalsvef Þjóðskjalasafnsins http://www.manntal.is/ og handritavef Árnastofnana í Reykjavík og Kaupmannahöfn og Landsbókasafns www.handrit.is.

 

➜ Fréttasafn