Sýningar

Jón Sigurðsson – Lífsverk

Síðasta vetrardag, miðvikudaginn 20. apríl 2011, opnaði í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni sýningin Lífsverk. Sýningin er í tilefni af 200 ára fæðingar­afmæli Jóns Sigurðssonar forseta. Sýnd eru valin handrit og skjöl er lúta að einkahögum Jóns, fræðastarfsemi hans og stjórnmálaþátttöku.

Jafnframt er, í tengslum við sýninguna, opnaður rafrænn aðgangur að fjölda handrita, skjala, bóka og tímarita sem Jón kom að, ásamt skrám yfir handrit hans, ritstörf og bréfasafn.

Sýningin er á vegum Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar með aðkomu Þjóðskjalasafns Íslands, Þjóðminjasafns Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslensk­um fræðum og Skjalasafns Alþingis. Sýningin er opin almenningi á opnunartíma safnsins.

➜ Eldri sýningar