Fréttir

Fjársjóður fyrir frönskumælandi stærðfræðinga

Gallica, franska stafræna bókasafnið, veitir nú aðgang að gögnum í NUMDAM (Numérisation des documents anciens de mathématiques) sem er stafrænt safn franskra og evrópskra stærðfræðitímarita.  Þar er aðgangur að um 43 þús. greinum sem birst hafa í fjölda tímarita.  Þar á meðal er elsta stærðfræðitímaritið "Annales de mathématiques pures et appliquées" sem kom út á árunum 1810 - 1832.

Sjá nánar á Blog Gallica

p.s. öll tímaritin í NUMDAM eru einnig í skránni Tímarit A-Ö og má finna með því að slá NUMDAM í leitargluggann og velja Dreifingaraðili úr felliglugga, í stað Tímarit sem er sjálfvalinn kostur.

 

 

➜ Fréttasafn