Fréttir

Gagnanet DataMarket

Við höfum bætt gagnaneti DataMarket við lista safnsins um rafræn gögn, en nemendur og kennarar Háskóla Íslands hafa aðgang að því sbr. eftirfarandi frétt frá Háskóla Íslands.

Gagnanet DataMarket aðgengilegt nemendum og kennurum Háskóla Íslands

Háskóli Íslands og fyritækið DataMarket hafa nýverið gert með sér samning um notkunarleyfi á vefsíðunni DM Gagnatorgi fyrir nemendur og kennara Háskóla Íslands. Gagnatorgið tekur saman töluleg gögn frá ýmsum opinberum aðilum og einkafyrirtækjum og gerir þau aðgengileg á einum stað með samræmdum eiginleikum, svo sem leitarmöguleikum, samanburði, tengingum við fréttaefni og aðra viðburði, og niðurhali gagna til dæmis til notkunar í Excel.

Á Gagnatorginu er að finna margvísleg gögn, meðal annars frá Hagstofu Íslands, Seðlabanka Íslands, Vinnumálastofnun, Fasteignaskrá, Orkustofnun og Ferðamálastofu. Að auki eru þar gögn frá Ríkislögreglustjóra og töluleg gögn úr skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis ásamt gögnum frá Evrópsku Hagstofunni (Eurostat), Alþjóðabankanum (World Bank), Sameinuðu þjóðunum og fleiri erlendum gagnaveitum. Gögnin spanna nærri 450 ára tímabil, söguleg gögn allt frá því um aldamótin 1600 og spár sem ná fram til ársins 2050. Öll þessi gögn verða aðgengileg nemendum og kennurum Háskóla Íslands án endurgjalds.

Gagnatorgið er hægt að nálgast á vefslóðinni http://datamarket.com. Nemendur og kennarar skrá sig inn á vefsíðuna með netfangi sínu hjá Háskóla Íslands (@hi.is) með því að smella á  „Sign up for free .

Frekari upplýsingar,  fyrirspurn um þjónustuna og virkni kerfisins er að finna í þjónustukerfi DataMarket á vefslóðinni:http://help.datamarket.com/discussions/problems

➜ Fréttasafn