Fréttir

Fundargerðabók Sósíalistafélags Reykjavíkur

Þann 31. maí 2011 fékk handritasafn Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns afhenta fundargerðabók Sósíalistafélags Reykjavíkur fyrir tímabilið 1938-1955. Félagið var stofnað í nóvember 1938 þegar fylgismenn Jafnaðarmannafélags Reykjavíkur og Reykjavíkurdeildar Kommúnistaflokksins sameinuðust. Önnur gögn félagsins voru afhent safninu árið 1979,1980 og 1990 svo þessi fundargerðabók er viðbót við þau gögn.

 

➜ Fréttasafn