Fréttir

Íslensk útgáfuskrá 1999-2010

Búið er að uppfæra Íslenska útgáfuskrá. Hún nær nú yfir árin 1999-2010 og inniheldur tölulegar upplýsingar um íslenska útgáfu. Yfirlitið er ekki tæmandi en birtir fyrirliggjandi upplýsingar eins og þær voru á síðasta uppfærsludegi þegar gögnin voru dregin úr Gegni.

Útgáfuskráin er aðgengileg á slóðinni http://utgafuskra.is/.  Á vef Landsbókasafns finnst hún undir lógói safnsins efst í vinstra horninu, einnig undir efni ætluðu útgefendum. Athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á utgafuskra@landsbokasafn.is eða á undirritaða ragnas@landsbokasafn.is

➜ Fréttasafn