Fréttir

ProQuest og CSA með nýtt viðmót

Gagnasöfn ProQuest og Cambridge Scientific Abstracts (CSA) eru nú leitarbær í nýju og sameiginlegu  leitarviðmóti.  Það merkir að leit á upphafsskjá ProQuest kerfisins er nú samtímis í öllum gagnasöfnum  ProQuest og CSA sem eru um 40 talsins. Yfirlit  yfir þau er í stiku efst á upphafskjánum, bæði í stafrófsröð og eftir efnisflokkum.  

Nýja leitarviðmótið býður upp á ýmsa möguleika til að leita á markvissan hátt, s.s. að takmarka leit við tiltekin efnissvið, ritrýnt efni,  útgáfuform, tímabil, tungumál o.fl.

➜ Fréttasafn