Fréttir

Ný lög um safnið samþykkt á Alþingi

Alþingi hefur samþykkt ný lög um Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn sem taka þegar gildi. Þar með falla jafnframt úr gildi fyrri lög nr. 71/1994.

Endurskoðun laga um safnið hefur staðið yfir um nokkurra ára skeið. Nýtt lagafrumvarp var lagt fram árið 2008 en var ekki afgreitt. Eins barst fjöldi athugasemda við fyrstu útgáfu þess frumvarps og hefur verið tekið tillit til sumra þeirra í texta nýju laganna.

➜ Fréttasafn