Kjörgripur mánaðarins

Kjörgripur

Brevis commentarius de Islandia

Arngrímur Jónsson lærði (1568-1648) var rektor Hólaskóla og aðstoðarprestur í Hólakirkju. Brevis commentarivs de Islandia er fyrsta bókin skrifuð af Íslendingi með það sérstaklega fyrir augum að fræða útlendinga um landið og íbúa þess; og benda á sama tíma á ýkjur, alhæfingar og rangtúlkanir um Ísland og Íslendinga. Helsta skotmark Arngríms var kvæði eftir Gories Peerse frá 1561, sem var saga um villimennina á Íslandi. Í vörn sinni notaði Arngrímur ýmis rök, þar sem hann benti á mikilvægar heimildir og samtíma vísindarit; og gróf undan rökfærslum Peerse með málskrúði. Brevis commentarivs er skipt í tvo hluta, annan um landið og hinn um íbúa þess. Ritið var upprunalega skrifað á latínu, en var þýtt yfir á ensku árið 1598. Íslensk þýðing bókarinnar kom síðast út árið 2008.

Smelltu á myndina til að skoða bókina á vefnum Bækur.is

➜ Eldri kjörgripir