Fréttir

Kennurum boðið að koma með nemendur

 Það er með ánægju sem Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn býður kennurum að koma með nemendur sína að sjá: Lífsverk, sýningu á völdum handritum og skjölum Jóns Sigurðssonar um einkahagi, vísindastörf og stjórnmálaþátttöku í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli hans 2011. Sýningin stendur fram í apríl lok 2012.

Vinnan við verkið Lífsverk hófst fyrir tveimur árum. Í því fólst að setja upp sýningu á lífsverki Jóns Sigurðssonar forseta byggða á þeim skjölum, bréfum og handritum hans sem varðveitt eru á íslenskum söfnum.

Handritasafn Jóns Sigurðssonar var keypt til Landsbókasafns árið 1877, en bréf Jóns eru bæði varðveitt á Landsbókasafni og á Þjóðskjalasafni. Þá eru einnig fjölmörg handrit og munir sem tengjast ævi Jóns á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Þjóðminjasafni og í Skjalasafni Alþingis. Það er gleðilegt að fá tækifæri til að sýna þau fjölmörgu handrit, skjöl, bækur, bréf og muni sem tengjast ævi Jóns Sigurðssonar með einum eða öðrum hætti.

Á vef um Jón Sigurðsson er tenglar við ýmis handrit og skrif eftir hann.

Vinsamlega hafið samband við upplýsingadeild til að bóka heimsókn eða fá nánari upplýsingar. Heimsóknir skólahópa eru ókeypis. Sjá einnig nánari upplýsingar um Landsbókasafn, sýningar og aðstöðu á heimasíðu þess www.landsbokasafn.is  

➜ Fréttasafn