Fréttir

Starfsþjálfunarvika á vegum Utrecht Network

Þessa vikuna stendur yfir starfsþjálfunarvika fyrir starfsfólk bókasafna frá háskólum sem taka þátt í samstarfsnetinu Utrecht Network. Innan samstarfsnetsins eru 31 háskóli frá 29 Evrópulöndum og boðið er upp á nemendaskipti, sumarskóla og starfsþjálfun. Háskóli Íslands, Háskólinn í Bergen og Háskólinn í Bologna hafa með stuðningi frá Utrecht Network skipulagt starfsþjálfunarviku fyrir háskólabókaverði dagana 17-21 október 2011. Rafrænn aðgangur, upplýsingalæsi, upplýsingasiðfræði og ritstuldur eru meðal þeirra mála sem rædd verða á fundinum. Fundað verður í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, bókasafni Menntavísindasviðs við Stakkahlið og á Háskólatorgi.

Fyrirlestrar og veggspjöld:

➜ Fréttasafn