Kjörgripur mánaðarins

Kjörgripur

Um Íslands adskiljanlegar náttúrur – JS 401 XI 4to

Brot úr frægasta verki Jóns lærða Guðmundssonar (1574-1658) — Jón var, þrátt fyrir viðurnefnið, sjálflærður maður. Handritið er frumsamið; var skrifað einhvern tímann á árunum 1640-1644 og í því eru margar myndir af hvölum — sumar hverjar nákvæmar eftirmyndir, á meðan aðrar eiga meira að sækja í hugmyndaflug höfundar. Texti Jóns var dáður og mikið afritaður á seinni öldum. Eitt af fyrstu ritverkum Jóns var mergjað kvæði til höfuðs illkvittnum draugi. Þó kveðskapurinn hafi aflað honum vinsælda á meðal leikmanna, þá tók kirkjan illa í uppátækið. Það stuðlaði, auk annarra þátta, að því að Jón var dæmdur í útlegð, lengst af á eyðiey á Austurlandi.

Smellið á myndina til að skoða handritið.

➜ Eldri kjörgripir