Fréttir

Ljóðskáldið Gunnar Gunnarsson – málstofa

Ljóðskáldið Gunnar Gunnarsson
málstofa í tilefni 100 ára frá útgáfu Digte

 

Á fullveldisdaginn 1. desember verða liðin 100 ár frá því fyrsta bók Gunnars Gunnarssonar kom út í Danmörku, ljóðasafnið Digte. Ári síðar braut Gunnar ísinn sem skáldsagnahöfundur með fyrsta bindi af Sögu Borgarættarinnar.

Í tilefni þessa aldarafmælis Digte efna Gunnarsstofnun og Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn til málstofu um ljóðskáldið Gunnar Gunnarsson.

Frummælendur verða:

  • Jón Yngvi Jóhannsson, bókmenntafræðingur og höfundur ævisögu Gunnars
  • Sveinn Yngvi Egilsson, prófessor við Háskóla Íslands
  • Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar

Málstofustjóri verður Örn Hrafnkelsson, sviðstjóri varðveislu og stafrænnar endurgerðar Lbs-Hbs.

Málstofan hefst kl. 16.00 hinn 1. desember í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Til sýnis verða bæði handrit og bækur sem tengjast ljóðagerð Gunnars Gunnarssonar.

 

Nánari upplýsingar veitir Skúli Björn Gunnarsson (skuli@skriduklaustur.is).

 

 

 

 

 

➜ Fréttasafn