Kjörgripur mánaðarins

Kjörgripur

Vísnabókin 1612

Ein Ny Wiisna Bok (Ein ný vísnabók) var gefin út af Guðbrandi Þorlákssyni 1612. Bókin inniheldur trúar- og kennslukveðskap. Markmið útgáfunnar var að draga úr áhrifum veraldlegrar ljóðlistar meðal almennings. Guðbrandur fékk mörg fremstu trúarlegu skáld samtímans til að yrkja í bókina. Þar að auki valdi hann í bókina verk margra skálda frá því snemma á kaþólskum tímum. Eitt af ástkærari jólakvæðum Íslendinga „Kvæðið af stallinum Kristi“ eftir Einar Sigurðsson var fyrst gefið út í vísnabókinni, kvæði sem er enn í dag vinsælt.

Smellið á myndina til að skoða bókina á bækur.is:

➜ Eldri kjörgripir