Fréttir

Námskeið í notkun á Leitir.is

Landskerfi bókasafna hefur á umliðnum dögum haldið nokkur námskeið í notkun á leitir.is og hafa þau mælst vel fyrir. Til að koma til móts við þá sem ekki hafa átt heimangengt á námskeiðin, þá býðst nú sá valkostur að hlýða á upptöku sem Ingibjörg Bergmundsdóttir á Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni tók upp í dag 6. desember.

Upptakan er aðgengileg á slóðinni http://upptokur.hi.is/player/?r=e92aaeee-3734-4d90-904a-4590d953ed58.

Kennarar á námskeiðinu voru Fanney Sigurgeirsdóttir, Sigrún Hauksdóttir, Sveinbjörg Sveinsdóttir og Telma Rós Sigfúsdóttir frá Landskerfi bókasafna.

Upptakan er um 2. klst löng.

➜ Fréttasafn