Fréttir

Japönsk bókmenntaverk

Í maí 2003 komu til Íslands japönsk hjón, Eiko og Goro Murase, kennarar á eftirlaunum, til að upplifa sólmyrkva, en þau hafa ferðast víða um lönd í þeim tilgangi. Þau hrifust mjög af fegurð landsins og viðmóti fólksins. Eftir heimkomuna ákváðu þau að gefa japönskuskor í hugvísindadeild Háskóla Íslands japanskar bækur, bæði klassísk og nútíma bókmenntaverk. Þetta eru vandaðar og fallegar endurgerðir, frá upphafi 8. aldar og allt fram til 20. aldar. Markmið gjafarinnar er að efla áhuga ungra íslenskra námsmanna á japanskri tungu og menningu. Þau óskuðu þess einnig að vináttusamband Íslands og Japans héldi áfram að þróast. Bækurnar eru varðveittar hér í safninu og verða framvegis til sýnis í lokuðum glerskápum á þriðju hæð safnsins.  

 

 

➜ Fréttasafn