Fréttir

Nýjungar og kynningar

Nú er rétti tíminn til að rifja upp, tileinka sér nýjungar og panta safnkynningu

Ýmsar breytingar hafa orðið á aðgangi að rafrænum gögnum á nýliðnu ári. Okkur væri ánægja að fá að kynna  ykkur og nemendum ykkar þær helstu: 

  • Nýja leitargátt fyrir efni  íslenskra safna  leitir.is  sem opnuð var í nóvember sl.
  • Nýtt  og sameiginlegt leitarviðmót  fyrir gagnasöfnin ProQuest og CSA (Cambridge Scientific Abstracts)    

Við  bjóðum hópum einnig  upp á

  • Frumkynningar þar sem  aðstaða og þjónusta safnsins er kynnt ásamt vef safnsins. Sýnikennsla er á leitargáttirnar Leitir.is og Tímaritaskrá A-Ö    
  • Framhaldskynningar með sýnikennslu á gagnasöfn  viðkomandi greinar, auk þess sem  farið  er nánar í helstu atriði við heimildaleit,  leitartækni og útvegun efnis.   Það er nefnilega ekki alltaf best að „gúggla“.
  • Stuttar kynningar sniðnar að óskum hópsins, t.d. einstök gagnasöfn og  heimildaskráningarforritið EndNote  

Kynningarnar annast þær
Ingibjörg Bergmundsdóttir, iberg@landsbokasafn.is, s. 525-5685 og
Stefanía Arnórsdóttir, stefania@landsbokasafn.is, 525-5685

Eyðublað með beiðni um safnkynningu 

Heimildaleit gegn gjaldi
Við viljum einnig benda á þá þjónustu safnsins að leita heimilda gegn gjaldi.  Eyðublað fyrir beiðni um heimildaleit 

 

 

  

➜ Fréttasafn