Fréttir

Tilkynning til notenda Sagnanet.is

Vefurinn Sagnanet.is verður ekki lengur starfræktur eftir 15. mars 2012.

Sagnanetið var samvinnuverkefni Landsbókasafns Íslands, Háskólabókasafns og Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, í samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Sagnanetið veitti aðgang að stafrænum myndum af u.þ.b. 240.000 blaðsíðum handrita og um 153.000 blaðsíðum prentaðra rita. Sagnanetið var opnað 1. júlí 2001 en vinna við það hófst 1. júlí 1997.

Hefur nú vefurinn Handrit.is, sem opnaður var 2010, tekið yfir það hlutverk að gera handritin aðgengileg. Handrit.is býr yfir mun öflugri leitarmöguleikum, á honum eru myndir í mun betri gæðum og hefur hann að geyma ítarlegri lýsingar á handritunum. Öll handrit af Sagnanetinu hafa nú þegar verið flutt yfir á nýja vefinn og unnið er að því að gera myndir af fleiri handritum aðgengilegar.

Stafrænar myndir af prentuðum bókum verða í framtíðinni aðgengilegar á vefnum Bækur.is.

Við þökkum notendum fyrir samstarfið.

Hafir þú einhverjar athugasemdir má senda fyrirspurn á netfangið: handrit@handrit.is

➜ Fréttasafn