Kjörgripur mánaðarins

Kjörgripur

Atli

Atli edr Raadagiørdir Yngismañs um Bwnad sinn : helst um Jardar- og Qvikfiaar-Rækt Atferd og Agooda med Andsvari gamals Bónda : Samanskrifad fyri Faatækis Frumbylinga, einkanlega þaa sem reisa Bw aa Eydi-Jørdum Anno 1777.

Þessi bók er talin vera eitt helsta bókmenntaverk íslensku upplýsingaraldarinnar. Höfundurinn, séra Björn Halldórsson (1724-1794) í Sauðlauksdal, skrifaði bókina í formi samræðna á milli hins unga og fávísa Atla og hins reynslumikla gamla bónda. Gamli bóndinn uppfræðir Atla um búskap, en einnig um þætti eins og veðurfar, hjónaband og uppeldi barna. Fyrst og fremst er þetta kennslurit um búskap. Atli var gefinn út 1780 og að frumkvæði danska konungsins voru bændum landsins gefin eintök.

Smellið á myndina til að skoða bókina á Bækur.is:

Atli eður ráðagjörðir yngismanns um búnað sinn

➜ Eldri kjörgripir