Sýningar
Handverk og hefðir – japönsk nytjalist
Sýning í Þjóðarbókhlöðu
6. september – 5. október 2008
6. september – 5. október 2008
Í kjölfar iðnbyltingarinnar á Vesturlöndum tóku Japanir upp nútímalega framleiðsluhætti á Meiji-tímabilinu (1868-1912) og fóru að fjöldaframleiða með vélum nytjahluti sem handverksmenn unnu áður. Handverkið dó þó ekki út því að ýmsir listiðnaðarmenn víðs vegar um Japan héldu verkkunnáttunni lifandi. Á verkstæðum þeirra hefur handverkið vaxið og dafnað og meðal margra afbragðs handverksmanna eru listamenn sem skapa einstaka muni.
Á sýningunni er fjöldi handverks- og listmuna sem gerðir eru af samtíma listafólki en efniviður og tækni eiga uppruna sinn í loftslagi og landslagi á mismunandi stöðum í Japan.
Japanska sendiráðið á Íslandi og Japan Foundation standa fyrir sýningunni í samvinnu við Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn
Myndir af sýningunni:



