Fréttir

Jean-Jacques Rousseau - þriggja alda minning

Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing undir yfirskriftinni
Jean-Jacques Rousseau – þriggja alda minning
laugardaginn 11. febrúar nk.

Málþingið er haldið í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð,
og hefst kl. 13.30 og lýkur um kl. 16.30. 

Eftirtalin fjögur erindi verða flutt:

 Kosið fyrir alla: Hugtakið um almannaviljann greint og gagnrýnt
Björn Þorsteinsson, heimspekingur 

Uppeldishugmyndir Rousseaus í kynjafræðilegu ljósi
Guðný Guðbjörnsdóttir, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands

Kaffihlé 

„Blossandi viti“? Rousseau, réttlætið og arfleifðin
Dr. Henry Alexander Henrysson, Heimspekistofnun Háskóla Íslands

Rousseau í íslenskri uppeldissögu: Stiklur 1780–1940
Loftur Guttormsson, prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands

Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur.

Um 10 mínútur gefast til fyrirspurna og umræðna að loknu hverju erindi.

 Fundarstjóri verður Kristín Bragadóttir, doktorsnemi í sagnfræði.

Útdrættir úr erindum liggja frammi á málþinginu. Þeir verða síðar aðgengilegir
á heimasíðu félagsins  

Veitingar verða á boðstólum í hléi fyrir framan fyrirlestrasalinn á 2. hæð. 

ALLIR VELKOMNIR!

 

                                                              

 

➜ Fréttasafn