Fréttir

HeinOnline – nýtt gagnasafn í lögfræði

Lagadeild Háskóla Íslands hefur tekið gagnasafnið HeinOnline í áskrift og er það opið notendum á Háskólanetinu. Áskriftin tekur til Law library journals þar sem hægt er að leita að efni í heildartextum liðlega 1600 tímarita í lögfræði og skyldum greinum og English Reports, Full Text (1220-1867).

Aðgang að HeinOnline er að finna á lista safnsins undir Rafræn gögn og undir Fræðigreinin þín – lögfræði. Aðgangur að tímaritunum er einnig í skrá safnsins Tímaritaskrá A - Ö sem veitir aðgang að öllum rafrænum tímaritum sem aðgangur er að á landsvísu, í séráskriftum safnsins og opnum aðgangi. Samtals hátt í 30 þúsund titlar.

➜ Fréttasafn