Fréttir

Sýningarlok – Jón Sigurðsson: Lífsverk í Þjóðarbókhlöðu

Nú líður að lokum sýningarinnar Lífsverk: einkahagir, vísindastörf og stjórnmálaþátttaka Jóns Sigurðssonar forseta. Þar gefur á að líta fjölmörg fáséð bréf, handrit og skjöl sem tengjast lífsferli Jóns, svo sem gögn frá námsárum hans, handrit frá heimilisfólkinu á Hrafnseyri, uppskriftir vegna fornrita- og heimildaútgáfu, bréf frá Jakobi Grimm þjóðsagnasafnara, teikningar Sigga fóstursonar hans, gögn frá heimilishaldi Jóns og Ingibjargar, yfirlit yfir útgáfuverk Jóns og margt fleira.

Sýningin stendur til 19. mars.

➜ Fréttasafn