Fréttir

Verðlaun Hagþenkis

Sigríður Víðis Jónsdóttir hlaut viðurkenningu Hagþenkis fyrir árið 2011 fyrir bókina Ríkisfang ekkert: Flóttinn frá Írak á Akranes. Viðurkenningin var veitt við athöfn í Þjóðarbókhlöðu í dag. Í umsögn segir að verk Sigríðar sé metnaðarfullt verk sem samþættir með upplýsandi og áhrifamiklum hætti lífshlaup einstaklinga og sögulega atburði sem þeir hafa litla sem enga stjórn á.

Níu önnur verk voru tilnefnd í þetta sinn. Þau eru:

  • Mannvist. Sýnisbók íslenskra fornleifa. Aðalhöfundur og ritstjóri er Birna Lárusdóttir.
  • Nútímans konur. Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850-1903 eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur
  • Íslenskur fuglavísir eftir Jóhann Óla Hilmarsson.
  • Landnám. Ævisaga Gunnars Gunnarssonar eftir Jón Yngva Jóhannsson
  • Íslensk listasaga I-V frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. Ritstjóri er Ólafur Kvaran
  • Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar eftir Pál Björnsson.
  • Trúmaður á tímamótum. Ævisaga Haralds Níelssonar eftir Pétur Pétursson.
  • Lestrarlandið. Ritstjóri er Sylvía Guðmundsdóttir.
  • Sæborgin. Stefnumót líkama og tækni í ævintýri og veruleika eftir Úlfhildi Dagsdóttur.

Greinargerð viðurkenningaráðs Hagþenkis má lesa hér.

➜ Fréttasafn