Kjörgripur mánaðarins

Kjörgripur

Arnbjörg æruprýdd dándis-kvinna á Vestfjördum Islands

Séra Björn Halldórsson (1724-1794) frá Sauðlauksdal skrifaði bók fyrir húsmæður árið 1770. Samkvæmt Birni ætti góð húsmóðir að vera guðhrædd og laus við alla hjátrú, hún ætti að sjá vel um heimilið; og vera háttprúð og góð eiginkona sem styddi við bakið á eiginmanni sínum. Hún ætti að kenna börnunum þeirra góða hegðun, venja þau við margskonar fæði og aðstæður; kenna þeim að bera virðingu fyrir foreldrum sínum og kenna þeim að lesa og að leysa af hendi helstu verk. Björn var á meðal upplýstari manna síns tíma þegar kom að jarðyrkju og búrekstri. Arnbjörg er að vissu leyti hliðstæða Atla eftir Björn.

Smellið á myndina til að skoða handritið á handrit.is

➜ Eldri kjörgripir