Sýningar

Ríkisfang: Ekkert. Flóttinn frá Írak á Akranes

Viðurkenning Hagþenkis 2011, félags höfunda fræðibóka og kennslugagna, var veitt við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni 7. mars.

Viðurkenningin telst til virtustu og veglegustu verlauna sem fræðimönnum og höfundum fræðilegra rita getur hlotnast. Veiting hennar hefur oft vakið athygli en sjaldan deilur. Öll fræðirit sem koma út á Íslandi koma til greina við veitingu viðurkenningarinnar óháð útgefanda eða tilnefningum. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna sem er sama upphæð og Félag íslenskra bókaútgefanda veitir til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í hvorum flokki fyrir sig.

Viðurkenningu Hagþenkis á þessari öld hafa eftirfarandi rithöfundar hlotið:   Una Margrét Jónsdóttir, Pétur Gunnarsson, Sigrún Helgadóttir, Þorleifur Hauksson, Gunnar Jónsson, Jónbjörn Pálsson og Jón Baldur Hlíðberg,  Helgi Hallgrímsson og Jón Þorvarðarson, Jóhanna Kristjónsdóttir, Viðar Hreinsson, Jón Hilmar Jónsson, Jón Karl Helgason, Hallgerður Gísladóttir og Nanna Rögnvaldardóttir.  Sjá nánar á heimasíðu Hagþenkis.

Viðurkenningarhafi 2011 er Sigríður Víðis Jónsdóttir fyrir bókina, Ríkisfang: Ekkert. Flóttinn frá Írak á Akranes. Útgefandi Mál og menning 2011.

Af þessu tilefni hefur Landsbókasafn sett upp litla sýningu á 2. hæð safnsins, en þar má líta m.a. á vinnugögn, myndir og muni sem tengjast rannsóknarvinnu Sigríðar Víðis við gerð bókarinnar.

Sýningin stendur til 13. apríl 2012

➜ Eldri sýningar