Fréttir

Communication & Mass Media Complete

Minnum á að prufuaðgangurinn hjá EbscoHost að gagnasafninu Communication & Mass Media Complete sem er eitt það stærsta á sviði fjölmiðlunar og skyldra greina (t.d. tungumála, málvísinda, kvikmynda) rennur út 31. apríl nk..

Í gagnasafninu er vísað í allt efni um 650 tímarita og í valdar greinar úr 200 tímaritum til viðbótar. Samtals er því vísað í efni sem birst hefur í 850 tímaritum og eru 500 þeirra með heildartextum. Krækjurnar TDnet og Finna grein leita að heildartextum sem aðgangur kann að vera að annars staðar.

Meðan á prufutímabilinu stendur er aðgangur á heimasíðu safnsins undir Rafræn gögn bæði undir Communication & Mass Media Complete og EbscoHost. Síðan þarf að velja gagnasafn. Hægt er að leita samtímis í einu eða fleiri gagnasöfnum sem þarna er aðgangur að.

Notfærið ykkur þetta einstaka tækifæri og látið okkur vita hvað ykkur finnst.

➜ Fréttasafn